Snarpur skjálfti við Salómonseyjar

27.01.2020 - 09:21
epa07248828 An officer examines a seismograph at the Anak Krakatau volcano monitoring station in Carita, Banten, Indonesia, 26 December 2018. According to the Indonesian National Board for Disaster Management (BNPB), at least 429 people are dead and 1.459 others have been injured after a tsunami hit the coastal regions of the Sunda Strait.  EPA-EFE/ADI WEDA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð nærri Salómonseyjum snemma í morgun. Ekki varð tjón í skjálftanum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun.

Íbúar fundu þó vel fyrir skjálftanum, en upptök hans voru nærri 18 kílómetrum undir sjávarbotni, um 140 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Honiara.

Jarðskjálftar eru tíðir við Salómonseyjar. Árið 2013 fórust tíu manns þegar flóðbylgja skall á eyjunum eftir öflugan skjálfta af stærðinni átta.
 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi