Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu

15.02.2020 - 07:11
Hágöngur í baksýn og sést í átt að Tungnafellsjökli.
 Mynd: Tómas Guðbjartsson
Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Skjálftinn var stakur, það er engar jarðhræringar höfðu verið í og við Bárðarbungu í aðdraganda skjálftans og heldur engir eftirskjálftar. Að sögn jarðvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er slíkt alvanalegt á þessum slóðum, og engin merki um aðra virkni en skjálftavirkni. Áfram verður þó fylgst vel með.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV