Tveir skjálftar 3,7 að stærð hafa mælst um 5 kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Sá fyrri klukkan átta mínítur í tvö og síðar klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú.
Skjálftarnir fundust á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu og norður í Borgarnesi. Um 20 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu um klukkan fjögur í dag. Þar af nokkrir yfir þremur stigum. Tveir til þrír skjálftar af þessari stærð mælast árlega á Reykjanesskaganum.
Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum Veðurstofunnar er hrinan enn í gangi.