„Smá pressa“ á ríkjandi meisturum

Mynd: RÚV / RÚV

„Smá pressa“ á ríkjandi meisturum

14.02.2020 - 20:35
Ríkjandi handhafar hljóðnemans í Gettu betur, Kvennaskólinn í Reykjavík, mæta Menntaskólanum í Reykjavík í 8-liðum úrslitum keppninnar í kvöld. Liðsmenn Kvennó segja pressuna vissulega vera örlitla.

Lið Kvennaskólans skipa þau Ari Borg Helgason, Áróra Friðriksdóttir og Berglind Bjarnadóttir og við fengum að kynnast þeim betur í myndbandinu sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. 

Bein útsending frá keppni kvöldsins hófst klukkan 20:10 á RÚV og á ruv.is.