Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Slíti ekki viðræðum nema með þjóðaratkvæði

21.02.2014 - 14:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfstæðir Evrópumenn, félagsskapur sjálfstæðismanna sem vilja stuðla að hagstæðum aðildarsamningi við Evrópusambandið, héldu fund í dag þar sem þeir hvöttu til þess að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið yrði ekki slitið.

Fundurinn samþykkti að stjórn félagsins skyldi koma þremur áhersluatriðum á framfæri við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi að minna á óyggjandi loforð Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, fyrir kosningar um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Í öðru lagi hvetja fundarmenn þingmenn til að taka engar úrslitaákvarðanir fyrr en skýrsla Alþjóðastofnunar um áhrif aðildar að ESB liggi fyrir. Að lokum hvetja þeir til þess að þingsályktun um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt taki ekki gildi nema þjóðin samþykki slíkt í allsherjaratkvæðagreiðslu.