Sleppt að lokinni skýrslutöku

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Skýrslutöku af manninum sem handtekinn var á vettvangi brunans í Kiðjabergi í gær er lokið og er hann frjáls ferða sinna.

Tilkynning um eld í sumarhúsi í Grímsness og Grafningshreppi barst lögreglunni á Suðurlandi klukkan 20:39 í gærkvöldi.   Sumarhúsið reyndist alelda þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

RÚV greindi fyrst frá því í morgun að einn hafi verið handtekinn á vettvangi í gær. Var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og því ekki hægt að yfirheyra hann fyrr en í dag. Hafði maðurinn, sem að sögn lögreglu var umráðamaður sumarhússins, áður hringt og gert slökkviliði viðvart um eldinn.

Skýrslutöku lauk laust eftir hádegi og að sögn lögreglunnar á Suðurlandi þótti ekki ástæða til að hafa manninn lengur í haldi vegna rannsóknarinnar. Eldsupptök eru enn ókunn og er rannsókn í fullum gangi.

Magnús Geir Eyjólfsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi