Skyttur á þökum Advania og Arion

04.09.2019 - 15:36
Mynd: RÚV / RÚV
Lögregla er þungvopnuð vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Hann fundar nú í Höfða og fer svo suður með sjó og fundar um öryggis- og varnarmál á Keflavíkurflugvelli.

Á þökum tæknifyrirtækisins Advania og viðskiptabankans Arion banka hafa lögreglumenn komið sér fyrir með riffla og sjónauka. Búið er að breiða tjald yfir glervegginn á svölunum á Arion banka svo skytturnar geti falið sig.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi