Skólpið rennur enn óhreinsað í sjóinn

24.03.2020 - 12:04
Mynd með færslu
Skólpdælustöð við Ægisíðu í Reykjavík. Mynd: RÚV - Jón Þór Víglundsson - RÚV
Hreinsistöð fráveitu á skólpi við Klettagarða er ennþá óstarfhæf og því rennur óhreinsað skólp áfram í sjó. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að verið sé að hreinsa kerfið og vonast er til þess að því verði lokið í kvöld.

Þá segist Ólöf vonast til þess að fólk taki ábendingum frá Veitum vinsamlega og hætti að kasta rusli í klósettið. Ástæða fyrir því að stöðva þurfti kerfið í gær og hreinsa það er að fólk virðist hafa hent sótthreinsiklútum og öðru rusli í klósettið í meira mæli undanfarna daga en áður.
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi