Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skólavörðustígur verður regnbogagata

03.07.2019 - 19:18
Mynd með færslu
 Mynd: RUV/Bjarni Pétur - RUV
Varanlegur regnbogi verður málaður á Skólavörðustíg í Reykjavík, á milli Bergstaðastrætis og Laugavegs. Frá þessu greinir Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegindaga, á Twitter.

Að sögn Gunnlaugs var þetta samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs fyrr í dag. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Gunnlaugs þess efnis að varanlegur regnbogi yrði málaður í Reykjavík í júní. Skipulags- og samgönguráði var í kjölfarið falið að gera endanlega tillögu að staðsetningu og útfærslu regnbogans. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV