Skólagjöld og fjarkennsla það sem brennur á stúdentum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Skólagjöld og fjarkennsla það sem brennur á stúdentum

25.03.2020 - 09:49
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í dag og á morgun, 25. og 26. mars. Fulltrúar framboðanna tveggja, Röskvu og Vöku, sögðu frá stefnumálum sinna fylkinga í spjalli við RÚV núll.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir, frambjóðandi Vöku, og Isabel Alejandra Díaz, frambjóðandi Röskvu, voru sammála um að kosningabarátta þessa árs hefði vissulega verið ólík þeim baráttum sem háðar hafa verið síðustu ár. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hafi baráttan aðallega farið fram á samfélagsmiðlum en minna á sjálfu háskólasvæðinu eins og hefur tíðkast hingað til. 

Þegar þær voru spurðar um þau málefni sem þær telji að brenni helst á stúdentum nefndu þær meðal annars áætlun um hækkun skrásetningagjalda við Háskóla Íslands og breytta kennsluhætti á borð við fjarkennslu.

Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við Ingveldi og Isabel. 

Mynd: RÚV / RÚV
Isabel ræddi stefnumál Röskvu
Mynd: RÚV / RÚV