Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Skógareldar í útjaðri Sydney

12.11.2019 - 20:51
Mynd: EPA-EFE / AAP
Neyðarástand er enn í Ástralíu vegna mikilla gróðurelda sem hafa geisað síðan í september. Yfirvöld óttast að eldarnir eflist næstu daga og að margar vikur geti tekið að ráða niðurlögum þeirra að fullu.

Eldarnir á austurströnd landsins eru komnir að útjaðri Sydney-borgar og eru þeir verstu í sögu Ástralíu. Þar er nú vor og hitinn hátt í 40 gráður, mikill vindur og þurrkar. Í Nýju Suður-Wales hafa eldarnir logað síðan í september. Þrír hafa látist í eldunum síðan á föstudag og 150 hús hafa brunnið til grunna.

Óttast er að eldurinn nái að breiðast til norðurhluta landsins, þrátt fyrir mikla baráttu þúsunda slökkviliðsmanna við eldhafið. Alþjóðaveðurfræðistofnunin tók í dag undir áhyggjur stjórnvalda. Talsmaður stofnunarinnar sagði í dag að skilaboðin væru einföld, að fólk ætti að koma sér í burt af hættusvæðum. 

epaselect epa07990086 Chemical fire retardant sits on houses after being dropped by aircraft in South Turramurra, near Sydney, New South Wales, Australia, 12 November 2019. At least 60 fires are burning across New South Wales, with a fire front of approximately 1,000 kilometers. According to media reports, 200 properties in New South Wales and Queensland have been destroyed since 08 November.  EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Efni úr flugvélum slökkviliðs í garði í Nýju Suður-Wales í dag.  Mynd: EPA-EFE - AAP

Ástandið er mjög slæmt í bænum Hillville þar sem svæði á stærð við tuttugu og fimm þúsund fótboltavelli hefur brunnið. Amanda Spain, íbúi í Nimbin, sem býr í skóglendi og hefur lent í gróðureldum, þó aldrei eins miklum og nú. Hún segir að hún hafi óttast að einn daginn myndi það gerast að skógurinn myndi brenna, líkt og nú sé raunin.