Skógar bæta geð

19.12.2011 - 18:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Dvöl í birkiskógum, fuglasöngur og lækjarniður gagnast við lækningu streitusjúkdóma. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna sýnir að skóglendi og fögur náttúra hefur bætandi áhrif á andlega heilsu manna.

Rannsóknin sem gerð var á vegum Landbúnaðarháskólans í Svíþjóð stóð í sex ár og náði til fólkst sem fékk endurhæfingu í fögrum skógum vegna streitu og andlegra sjúkdóma.

Í ljós kom að skógarnir og fuglasöngur, fossniður, lækjakliður eða árniður dró úr streitu og andlegri óheilsu. Þá kom í ljós að laufskógur hafði öflugri lækninga áhrif en barrskógur og hægt er að mæla heilsubætandi áhrif á hugann með því að fólk hofi einugis á myndir af skógi og hlusti á upptökur af fuglasöng eða kliðmjúkri lækjarsytru.

Skýrsluhöfundar telja að í ljósi þessa sé mjög mikilvægt að tré og græn svæði séu sem víðast í borgarskipulagi til þess að tryggja andlega heilsu íbúanna.