Jarðskjálfti að stærð 3,7 varð 8 km austan í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag. Engir eftirskjálftar hafa fylgt og engin merki eru um gosóróa, að sögn vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni.
Nokkrir litlir skjálftar mældust á svæðinu í nótt og í morgun, enginn yfir 1 að stærð.