Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skjálftahrina við Púertó Ríkó

07.01.2020 - 09:39
epa08108715 A citizen walks in front of a collapsed house by the magnitude 5.8 earthquake reported on the coast of Guanica, a municipality in the southwest of Puerto Rico, 06 January 2020. Authorities warned nearly 200,000 homes in Puerto Rico built without the required permits are at risk from earthquakes.  EPA-EFE/THAIS LLORCA
Hús skemmdust í jarkjálfta á Púertó Ríkó í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Jarðskjálfti af stærðinni 6,5 varð nærri Puerto Rico í morgun. Þetta var öflugasti skjálftinn í hrinu sem staðið hefur í tíu daga.

Upptök hans voru um tíu kílómetra undir yfirborði jarðar skammt undan Ponce á suðurströnd eyjarinnar.

Engan sakaði í skjálftanum og skemmdir urðu litlar, en nokkrar skemmdir urðu á húsum í bæjunum Guanica og Guayanilla þegar jarðskjálfti reið þar yfir í gær. Hús hrundu af undirstöðum sínum í þeim skjálfta sem var af stærðinni 5.8.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV