En mörg gæludýr, einkum hundar, eru mjög hrædd við flugeldasprengingar.
„Ég hef í rauninni helst þau ráð að sinna dýrunum þannig að þau séu ekki ein, sérstaklega dýr sem eru hrædd. Sýna þeim stuðning, vera til staðar. Maður á ekki endilega að vorkenna þeim en kannski bara að leggja hendina yfir þau og láta þau vita að þetta sé allt í góðu lagi. Ef þau leita í skjól, alls ekki að reyna að fá þau þaðan undan. Þetta er mikil hræðsla, andleg hræðsla kemur fram líkamlega. Þau skjálfa, slefa, geta kastað upp m.a.s. Þau nærast ekki. Þau fara ekki út að pissa í marga daga. Þannig að vera til staðar,“ segir Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir.
Í einstaka tilfellum þurfi að gefa dýrunum róandi lyf.
„En það eru dýr sem verða það hrædd að þau ná sér ekki og eru í raun og veru trámatíseruð. Fólk sem kemur til okkar og fær lyf fyrir dýrin sín sér það er að sjá stíganda í hræðslu áramót eftir áramót og jafnvel önnur hljóð koma sem trigger á þessa hræðslu,“ segir Hanna.
Hanna segir að nú sé of skammt til áramóta til þess að byrja að spila flugeldahljóð fyrir gæludýr. Byrja þurfi fyrr á árinu.