Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Skilur ekkert í góðu gengi Pírata

24.03.2015 - 15:09
Mynd með færslu
Vilhjálmur segist þekkja atvinnumissi af eigin raun Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðu um störf þingsins á Alþingi ekkert skilja lengur í fréttum, sérstaklega fréttir helgarinnar um 30 prósenta stuðning við Pírata, flokk sem kenndi sig við skipulagða glæpastarfsemi.

Hrópað var til Vilhjálms hvað hann ætti við og útskýrði hann þá að flokkur sjóræningja stæði fyrir það. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagðist taka undir með Vilhjálmi að fréttir undanfarið af gengi Pírata væru nýjar en þær væru fyrst og fremst gult spjald á ríkisstjórnina.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV