Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skikkan að komast á almenningssamgöngur í Frakklandi

20.01.2020 - 10:34
Commuters get out of a train at the Montparnasse train station in Paris, Tuesday, Jan. 7, 2020. Gen. France's government and unions appear still far apart after talks over fiercely contested pensions reforms, and the government was hoping to soften union opposition after record-setting strikes that have hobbled the country's train network. (AP Photo/Christophe Ena)
Átta af hverjum tíu háhraðlestum í Frakklandi eru farnar að aka samkvæmt áætlun. Mynd: AP
Starfsmenn almenningssamgangna í Frakklandi snúa aftur til vinnu í dag eftir 6 vikna verkfall. Þeir lögðu niður vinnu til þess að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að einfalda eftirlaunakerfið í landinu. Þar eru nú í gildi 42 ólík eftirlaunakerfi en stjórnvöld hugðust steypa þeim öllum í eitt og sama formið.

Verkfallið hefur haft mikil áhrif á almenningssamgöngur og því hafa margir vegfarendur þurft að breyta ferðavenjum sínum og grípa til einkabílsins, vélhjóla eða reiðhjóla.

Talsmenn verkalýðsfélagsins segja að félagsmenn þeirra þurfi hreinlega að snúa aftur til vinnu til þess að endurhlaða rafhlöðurnar. Þeir hafi nú setið heima eða farið í mótmælagöngur í rúma 40 daga og allan þann tíma verið án launa.

Stjórnvöld hafa ekki gefið neitt eftir og standa fast við áform sín um að breyta eftirlaunakerfinu, þau voru enda eitt af helstu kosningaloforðum Macrons Frakklandsforseta í kosningabaráttunni fyrir þremur árum.
 

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV