Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skemmdarverk unnin á skíðasvæðinu í Breiðholti

Mynd með færslu
 Mynd: Skíðasvæðin í borginni - Facebook
Brotist var inn í skúr á skíðasvæðinu í Breiðholti um helgina og skemmdarverk unnin. Ljós í lofti voru brotin og einnig klósett. Engin verðmæti voru inni í húsinu, fyrir utan einn verkfærakassa. Honum var stolið. Búið er að kæra innbrotið til lögreglu en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. 

„Það er búð að kæra til lögreglu. Það er bara verið að vinna i málinu,“ segir Nils Óskar Nilsson, hjá Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, þegar fréttastofa talaði vi ðhann síðdegis. Hann segir að skúrinn haif aðallega verið notaður sem aðstaða fyrir starfsfólk en þangað inn geti skíðamenn líka leitað ef þeim verður kalt í brekkunni. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV