
Skammtímadvölum, dagdvölum og félagsstarfi lokað
Þar segir að allir hlutaðeigandi verði látnir vita um leið og hægt verði að hefja starfsemi að nýju. Heimaþjónusta, heimahjúkrun, stuðningsþjónusta, þjónusta á hjúkrunarheimilum, í íbúðakjörnum, á sambýlum sem og í gisti- og neyðarskýlum helst óbreytt.
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kom saman klukkan 16.00 í dag, þar sem viðbragðsáætlun borgarinnar fyrir neyðarstig var virkjuð. Í samræmi við viðbragðsáætlanir verða stjórnendur borgarinnar upplýstir um það og lagt fyrir að þeir upplýsi starfsfólk sitt. Neyðarstjórn mun fylgjast með stöðunni daglega og funda einsog þörf krefur. Borgarráð hefur verið boðað til aukafundar á mánudagsmorgun til að veita því upplýsingar um stöðuna í upphafi nýrrar viku, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.
Eftirfarandi starfsstöðvum borgarinnar verður lokað frá og með deginum í dag.
Félagsstarf velferðarsviðs:
Árskógar
Gerðuberg
Sléttuvegur 11-13
Dalbraut 18-20
Dalbraut 21-27
Hæðargarður 31
Hvassaleiti 56-58
Borgir, Spöngin 43
Hraunbær 105
Aflagrandi 40
Bólstaðarhlíð
Vitatorg
Lönguhlíð
Norðurbrún
Furugerði
Dagdvalir fyrir aldrað fólk:
Þorrasel, Vesturgötu 7
Vitatorg, Lindargötu 79
Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk:
Gylfaflöt
Iðjuberg
Völvufell 11 (Opus)
Arnarbakki 2 (SmíRey)
Skammtímadvalir fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga:
Skammtímadvöl Álfalandi 6
Skammtímadvöl Árlandi 9
Skammtímadvöl Eikjuvogi 9
Skammtímadvöl Holtavegi 2
Skammtímadvöl Hólabergi 86
Vesturbrún 17