Sjón fékk bókmenntaverðlaunin í ár

Mynd með færslu
 Mynd:

Sjón fékk bókmenntaverðlaunin í ár

30.01.2014 - 16:46
Mánasteinn eftir Sjón fékk í dag hin íslensku bókmenntaverðlaun en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Andri Snær Magnason fékk verðlaunin í flokki barna-og unglingabók fyrir Tímakistuna og Guðbjörg Kristjánsdóttir fékk verðlaun fyrir Íslensku teiknibókina í flokki fræðibóka.

Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin en þetta var í fyrsta skipti sem veitt voru sérstök verðlaun fyrir barna-og unglingabók.