Sjóböðin hlutu nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar

12.11.2019 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd: geosea.is
Sjóböðin á Húsavík hlutu í gær nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2019. Samtök ferðaþjónustunnar standa að valinu og voru verðlaunin nú veitt í sextánda sinn.

Fjölmargar tilnefningar

32 verkefni voru tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna að þessu sinni. Meðal þeirra sem áður hafa hlotið verðlaunin eru KEX hostel í Reykjavík, Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal og Bjórböðin á Árskógssandi. 

Dómnefnd nýsköpunarverðlaunanna valdi að þessu sinni þrjú fyrirtæki sem áttu kost á að hljóta verðlaunin, Sjóböðin á Húsavík, Hótel Ísafjörð og Icelandic Lava Show í Vík.

Dómnefndina skipa Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF,  Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson eigandi Sponta. 

Á lista yfir 100 áhugaverðustu staði í heimi

Sjóböðin voru opnuð í lok ágúst 2018. Þetta er ekki fyrsta viðurkenningin sem þeim hlotnast því að í ágúst voru böðin valin á lista Time Magazine yfir 100 áhugaverðustu staði í heimi til að heimsækja á árinu. 

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi