
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem bætir við fylgi sitt milli kannana fyrir utan Framsóknarflokkinn sem fer úr 7,4 prósentum úr 8,1 prósent. Aðrir flokkar tapa fylgi milli kannana. Miðflokkurinn tapar mestu milli kannana, en hann fer úr 12,6 prósentum í 10 prósent.
Hvort áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti í niðurstöðum þessarar könnunar skal ekki fullyrt. En fyrsta smitið hér á landi var staðfest 28. Febrúar. Það er viku eftir að febrúarmælingunni hjá MMR lauk.
Fylgi flokka í könnun MMR
Könnun MMR 23. mars samanborið við kosningaúrslit 2017.









Heimild: MMR. Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma. Svarfjöldi: 1.034 einstaklingar, 18 ára og eldri. 18. til 20. mars 2019.