Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára í dag. Hann var stofnaður 25. maí 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið stærsti eða einn stærsti flokkur landsins í kosningum bæði til þings og sveitarstjórna.