Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára

25.05.2019 - 13:26
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarsson - RUV
Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára í dag. Hann var stofnaður 25. maí 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið stærsti eða einn stærsti flokkur landsins í kosningum bæði til þings og sveitarstjórna. 

Bestum árangri í þingkosningum náði flokkurinn árið 1933. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 48 prósent atkvæða. Lægst fór flokkurinn árið 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þá var fylgið 23,7 prósent. Í síðustu þingkosningum, árið 2017,  fékk Sjálfstæðisflokkurinn 25,2% atkvæða og 16 þingmenn.

Hann er nú í ríkisstjórnarsamstrafi með Framsóknarflokknum og Vinstri grænum.  Sjálfstæðisflokkurinn á 118 sveitarstjórnarfulltrúa um allt land, er í hreinum meirihluta í níu sveitarfélögum og í meirihlutasamstarfi í 13 til viðbótar. Formaður Sjálfstæðisflokksins er Bjarni Benediktsson. 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV