Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sjáið viðbrögð Seyðfirðinga við úrslitunum

27.10.2019 - 00:45
Mynd: Rúnar Snær Reynisson / Á Seyðisfirði
Mikil spenna var í loftinu í Herðubreið á Seyðisfirði í kvöld. Þar komu Seyðfirðingar saman til að heyra úrslit í kosningum um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Fyrst komu úrslit frá Borgarfirði eystra og Djúpavogi þar sem sameiningin var samþykkt. Svo birtist Guðni Sigmundsson, formaður yfirkjörstjórnar á Seyðisfirði, og las úrslitin þar fyrir fólkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Þá var beðið í ofvæni eftir niðurstöðu frá Fljótsdalshéraði en hefðu íbúar þar hafnað hefði sameiningin fallið. Brátt bárust fréttir af niðurstöðunni í gegnum vefmiðla og las Elvar Snær Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna, upp niðurstöðuna frá Fljótsdalshéraði sem þýddi að sameiningin yrði að raunveruleika.

Rúnar Snær Reynisson fréttamaður fangaði spennuna á Seyðisfirði í kvöld og ræddi við Aðalheiði Borgþórsdóttur bæjarstjóra sem fagnaði niðurstöðunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan.  

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV