Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sigurjón Sighvatsson gerir þætti um Drakúla

15.02.2017 - 09:51
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjóns Sighvatsson, ætlar að gera sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni Makt Myrkranna eða Powers of Darkness.

Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu frá árinu 1901 á bók Bram Stokers um Drakúla greifa. Í síðustu viku var bókin gefin út í enskri þýðingu af Overlook Press sem þýdd var upp úr íslensku þýðingunni. 

Valdimar Ásmundsson (f.1852 - d.1902) þýddi bókina yfir á íslensku og talið er að hann hafi átt í samstarfi við höfundinn, Bram Stoker, við vinnslu og þróun verkefnisins sem þykir nokkur framúrstefnuleg. 

Íslenska þýðingin er ekki bein þýðing af útgáfu Bram því við sögu koma við ýmsar nýjar persónur sem eru ekki í upprunalegu útgáfunni. 

Þættirnir verða á ensku og fjármögnun stendur yfir. Handritshöfundur verður Ottó Geir Borg.

viktoriah's picture
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður