Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússa

13.08.2015 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev ræddust við á óformlegum fundi í dag.

 Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru.

Ráðherra benti á það að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf, en annarra þjóða. Helgast það einkum af því að mikið af sjávarafurðum hefur verið flutt út til Rússlands á undanförnum árum.

Sendiherrann sagði að ákvörðunin frá því í morgun, beindist ekki sérstaklega gegn Íslandi, heldur væru Rússar að svara í sömu mynt fyrir þær aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim. Aðgerðir sem Rússar telji ólöglegar.

Sendiherrann sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu víðtækt innflutningsbannið væri, en það væri tímabundið og nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri lausn.

Vonandi mun það takast í fyllingu tímans enda spannar viðskiptasaga ríkjanna áratugi,“ sagði Sigurður Ingi í færslu á Facebook síðu sinni, en hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins.

 

Í dag átti ég fund með sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev, þar sem farið var yfir stöðuna sem uppi er í...

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Thursday, August 13, 2015