Sigurður Egill áfram á Hlíðarenda

Mynd með færslu
Sigurður Egill skoraði fyrsta mark Vals í kvöld. Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Sigurður Egill áfram á Hlíðarenda

03.10.2019 - 14:30
Knattspyrnumaðurinn Sigurður Egill Lárusson verður áfram í herbúðum Vals næstu þrjú árin. Kantmaðurinn skrifaði undir samning við félagið í dag en framtíð hans hefur verið stórt spurningamerki undanfarið.

Sigurður Egill kom til Vals frá Víkingi árið 2012 og hefur reynst Valsmönnum vel. Hann hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins undanfarin fjögur tímabil þar sem liðið hefur tvívegis orðið bikarmeistari og tvisvar hefur liðið hampað Íslandsmeistaratitli. 

Heimir Guðjónsson nýráðinn þjálfari Vals var ánægður með að halda Sigurði Agli.
Frábært að Siggi Lár hafi framlengt við félagið því hann er einfaldega frábær fótboltamaður,“ sagði Heimir í fréttatilkynningu Vals.