Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sigur Lýðflokksins gefur Kurz ýmsa möguleika

29.09.2019 - 16:39
epa07880171 Sebastian Kurz, leader of Austrian People's Party (OeVP) and OeVP top candidate, addresses his supporters at an OeVP election party during the Austrian federal elections in Vienna, Austria, 29 September 2019. Projections published after the polls closed saw the OeVP as the clear winner of the general election.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lýðflokkur Sebiastian Kurz, fyrrum kanslara Austurríkis, fékk flest atkvæði í þingkosningum þar í landi í dag. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkur hans rúmlega þriðjung atkvæða eða 37% en næstir komu Sósíaldemókratar með 22% atkvæða.

Boðað var til kosninga í maí eftir að ríkisstjórnarsamstarfið sprakk í kjölfar myndbands sem afhjúpaði spillingu. Heinz-Christian Strache varakanslara Austurríkis og leiðtogi hins popúlíska Frelsisflokks, féllst á tilboð konu sem kvaðst vera frænka rússnesks auðkýfings um að kaupa hlut í málgagni flokksins. Í staðinn ætlaði hann að útvega henni verkefni á vegum hins opinbera. Frelsisflokkurinn missti töluvert fylgi í kosningunum í dag og hlaut 16% samanborið við 26% atkvæða í kosningunum fyrir tveimur árum.

Í kjölfar síðustu kosninga mynduðu Lýðflokkurinn og Frelsisflokkurinn ríkisstjórn þar sem Sebastian Kurz, þá 31 árs gamall, varð kanslari og um leið yngsti forystumaður ríkisstjórnar í heimi.

Kurz sagði fyrir kosningarnar nú að hann væri opinn fyrir því að ræða við alla flokka um myndun ríkisstjórnar og ljóst er að hann hefur ýmsa möguleika. Ólíklegt þykir að hann taki höndum saman við Sósíaldemókrataflokkinn, en þegar Lýðflokkurinn komst til valda fyrir tveimur árum boðaði hann harða stefnu í innflytjendamálum.

Auk Lýðflokksins benda fyrstu tölur til þess að Græningjar hafi komið einna best út úr kosningunum. Fyrir tveimur árum fékk flokkurinn 4% og datt út af þingi, en nú fékk flokkurinn 14% atkvæða. Ólíklegt er þó talið að að Kruz vilji mynda tveggja flokka stjórn með Græningjum með svo nauman meirihluta.