Sigur á Chelsea færir United nær Meistaradeildarsæti

epa08224684 Pedro (L) of Chelsea in action against Eric Bailly of Manchester United during the English Premier League match between Chelsea FC and Manchester United in London, Britain, 17 February 2020.  EPA-EFE/WILL OLIVER EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Sigur á Chelsea færir United nær Meistaradeildarsæti

17.02.2020 - 22:05
Tvö mörk voru dæmd af þegar Manchester United vann Chelsea 0-2 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni á föstudag fær fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar einnig meistaradeildarsæti, og baráttan um sætið því opnari en áður. Það munaði aðeins sex stigum á liðunum fyrir leikinn. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill á Stanford Bridge en Chelsea menn virtust hættulegri í upphafi en komu boltanum ekki í markið. Það hins vegar rétt undir lok fyrri hálfleiks eftir góða sókn United sem Aaron Wan-Bissaka átti góða sendingu fyrir, á Antony Martial, sem skallaði boltann í netið og staðan eitt núll í leikhléi.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Eftir rúmar tíu mínútur jafnaði Kurt Zome metin fyrir Chelsea en við nánari athugun í VAR, var markið dæmt af. César Azpilicueta var dæmdur brotlegur í aðdraganda marksins með bakhrindingu í varnarmann United sem var á leiðinni í boltann. Eftir þetta hitnaði töluvert í kolunum á Brúnni og töluverður hraði komst í leikinn. Gestirnir fengu svo hornspyrnu á 66. mínútu sem fór beint á kollinn á Harry Maguire sem skallaði boltann í netið og staðan orðin 2-0 fyrir United. Á 77. mínútu rataði svo fyrirgjöf Mason Mount beint á kollinn á Olivier Giroud sem stangaði boltann í netið en aftur er markið dæmt af, nú vegna rangstöðu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og með sigrinum jafnar United Sheffield United að stigum, með 39 stig, og er skrefi nær Meistaradeildarsæti. Chelsea er áfram í fjórða sætinu með 41 stig.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Manchester United lék sér að Newcastle