Hún fetaði þar í fótspor móður sinnar, Guðrúnar Ásmundsdóttur, sem var fjallkona í Reykjavík fyrir 53 árum.
Á Vísindavefnum segir að hugmyndin um konu sem þjóðartákn hafi víða verið á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún hafi tengst rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð.
Árið 1947 hafi ávarp fjallkonunnar verið flutt í fyrsta sinn við hátíðahöldin 17. júní í Reykjavík. Í hlutverkið valdist Alda Möller leikkona.
„Á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944 var búið að ráðgera að fjallkonan, ung stúlka í skautbúningi, skyldi hylla fána Íslands. Sú útvalda var Kristjana Geirsdóttir Thorsteinsson, dótturdóttir Hannesar Hafstein fyrsta ráðherra Íslands. Hið alræmda slagviðri þennan dag kom þó í veg fyrir að af þessu gæti orðið.“
Í Fjallkonutali á vefnum 17. júní má sjá hverjar hafa farið með hlutverkið. Þar segir að fjallkonan klæðist skautbúningi í vörslu Árbæjarsafns og við hann sé forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.
Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?