Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Síðasta djamm Ragga Bjarna í Útvarpshúsinu

Mynd: RÚV / RÚV

Síðasta djamm Ragga Bjarna í Útvarpshúsinu

26.02.2020 - 16:39

Höfundar

Raggi Bjarna, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, er fallinn frá. Hann kom í Útvarpshúsið í hinsta sinn í nóvember 2019 og var við upptökur á jólaþætti.

Meðan beðið var eftir því að tæknifólk stillti saman strengi sína við tökur á þættinum Jólaveröld sem var í nóvember hóf hann að djamma lagið Route 66 og Stórsveit Reykjavíkur gat ekki annað en fylgt eftir. Atriðið var óæft og rataði ekki í þáttinn sjálfan en hægt er að sjá það hér.

Raggi Bjarna lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. febrúar, 85 ára að aldri. Hann var einn dáðasti söngvari þjóðarinnar og var þessi síðasta heimsókn hans í Útvarpshúsið ein af fjölmörgum á löngum ferli.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Margir minnast Ragnars Bjarnasonar

Tónlist

Ragnar Bjarnason látinn

Tónlist

Raggi Bjarna og Jólin alls staðar

Tónlist

Raggi Bjarna 85 ára: „Hvaða aldur?“