Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Síðan var borðað kökuna“ sýnir kynslóðabil

08.04.2019 - 19:35
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Sigurðsson - RÚV
Síðan var borðað kökuna, er dæmi um setningu sem stórum hluta ungs fólks þykir eðlileg en fæstum þeim sem náð hafa þrítugsaldri. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar á íslensku máli. Íslenskuprófessor segir það eðlilegt að tungumál taki breytingum.

Sérstakt málfar unglinga byrjaði að þróast um miðja tuttugustu öldina þegar fólk tók að streyma til Reykjavíkur.

„Einkenni unglingamáls breytast með kynslóðum. Unglingamálið sem ég talaði þegar ég var unglingur. Það þætti líklega alveg einstaklega hallærislegt í dag og myndi ekki ganga sem unglingamál í dag,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Þá hafi eldra fólk verið mjög hneykslað yfir talsmáta unglinga á 5. áratug síðustu aldar. „Þá hneykslaði það mjög eldra fólk að unglingarnir skeyttu orðmyndinni ó við nafnorð og lýsingarorð og töluðu um að eitthvað væri sveitó og púkó,“ segir Sigríður. „Við höfum nú ekki miklar áhyggjur af þessu í dag og kannski verður það þannig að kynslóðir framtíðarinnar munu hlæja að okkur að hafa áhyggjur af enskum áhrifum í dag,“ segir Sigríður.

Sigríður stýrir ásamt Eiríki Rögnvaldssyni viðamikilli rannsókn á áhrifum ensku í umhverfinu á íslenskt mál. Töluverðar breytingar má merkja á málinu.

Hversu góð er þín máltilfinning?

Þeim vantar 5000 krónur.

Þeir hlakka svo til.

Síðan var borðað kökuna.

Hann baðst afsökunar fyrir léleg myndgæði.

Í þennan veg er hægt að bæta ástandið.

Hún hefur aldrei haft vandamál með þetta áður.

Hún fékk þrjú verðlaun í ár.

Fólk tafðist vegna hegðun hans.

Ég er að liggja í sólbaði úti í garði.

Hann er enn að búa hjá þeim þótt hann sé að verða fertugur.

Svona svaraði fólk

 

En eru þessar breytingar góðar eða slæmar?

„Það liggur í eðli tungumála að breytast. Öll lifandi tungumál breytast,“ segir Sigríður.

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV