Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sex skrifuðu undir á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd:

Sex skrifuðu undir á Akureyri

28.08.2014 - 20:46
Sex leikmenn skrifuðu undir samninga við handknattleiksfélag Akureyrar í gær, þar á meðal Sverre Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson.

Sigþór Árni Heimisson og Kristján Orri Jóhannsson framlengdu sína samninga við félagið en þeir léku báðir með liðinu í fyrravetur. Sverre og Ingimundur, Elías Már Halldórsson og Daníel Örn Einarsson koma allir nýir til leiks en Daníel lék með Akureyri frá 2010 til 2012.

Hreiðar Levý Guðmundsson mun einnig spila með norðanmönnum á komandi leiktíð og er hann væntanlegur til Akureyrar á næstu dögum.