„Undanfarna mánuði hafa hneyksli og áfellisdómar dunið á Alþingi hver á eftir öðrum. Akstursgreiðslumálið, klaustursmálið, óviðeigandi hegðun þingmanna og óviðeigandi pólitísk afskipti af siðareglumálum.“
Síðasta haust hafi Íslendingar sameinast um það að krefjast afsagnar klaustursþingmanna - en mörgum mánuðum síðar hafi ekkert gerst. Ekki annað en að konan sem upplýsti um um samtalið á barnum hafi verið úrskurðuð brotleg við persónuvenrdarlög.
„Áherslan er augljós, það á að laga ásýnd alþingis frekar en að laga alþingi. Baráttan snýst um að verja valdið og sannfæra alla um að í því felist virðulegur “stöðugleiki”.“
Áframhaldandi samtrygging og ábyrgðarleysi grafi undan virðingu Alþingis frekar en að auka hana. Hún segir ástæðu þess að fólk beri lítið traust til þingsins sé sú að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd og að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag.
„Stjórnmálamenn hafa ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir eru til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysta svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin.“
Dæmi þess efnis sé ný stjórnarskrá sem enn liggi í skúffu ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem tveir þriðju kjósenda lýstu því yfir að þeir óskuðu þess að hér tæki gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs.