Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Setja girðingar við Alþingi

24.02.2014 - 14:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan ætlar að setja upp girðingar framan við Alþingishúsið vegna mótmæla sem boðað hefur verið til í dag. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segist búast við friðsömum mótmælum en í ljósi reynslu síðustu ára verði þær engu að síður settar upp.

Þá verði einhverjum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað, í það minnsta Kirkjustræti. Arnar Rúnar segir að frekari lokanir ráðist af umfangi mótmælanna.