Sérstök umræða fer fram á Alþingi klukkan ellefu í dag um spillingu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, óskaði eftir umræðunni í gær eftir að fréttir bárust af greiðslum Samherja til stjórnmálamanna og hátt settra embættismanna í Namibíu. Til andsvara í umræðunni verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.