Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sérstök skotsvæði í Reykjavík

31.12.2019 - 13:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þetta eru þriðju áramótin í röð þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir sérstökum skotsvæðum á stöðum þar sem fjölmenni kemur saman til að skjóta upp flugeldum í kvöld. Þau eru við Landakotskirkju, á Skólavörðuholti og á Kambratúni.

 

Björg Jónsdóttir er verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg og umsjónarmaður sérstakra skotsvæða.

„Á þessum þremur stöðum hefur verið komið fyrir skotpöllum og gerð sérstök skotsvæði með hólkum þar sem fólk getur farið og skotið upp flugeldum og þar verða starfsmenn sem leiðbeina fólki og vísa því inn á þessi svæði. Þessi beiðni kemur frá íbúum þannig að þetta er sjálfsprottið. Það var bara orðið svo mikið af fólki og margir sem koma og erlendu gestirnir okkar sem kannski kunna síður að fara með flugeldana. Það var orðinn svo mikill mannfjöldi sem kom þarna saman og þröngt þannig að það þótti bara gott að fara að vísa fólki bara inn á ákveðin svæði til að gera þetta. Ég held að þetta sé nú bara af hinu góða. Fólk fer bara í rólegheitum að læra það að þú getur ekki staðið inni í miðjum mannfjölda til að skjóta  upp flugeldum heldur eru þarna afgirt svæði þar sem hægt er að gera þetta.“

 

Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV