Selurinn Snorri dauður

07.11.2019 - 15:04
Mynd með færslu
 Mynd: Húsdýragarðurinn
Brimillinn Snorri er allur, þrítugur að aldri. Snorri kom í heiminn árið 1989 og bjó í Húsdýragarðinum frá 1990. Þrjátíu ár þykir mjög hár aldur fyrir seli en síðustu mánuði hefur Snorri sýnt merki þess að aldurinn væri farinn að færast yfir.

Heilsu Snorra fór hrakandi síðustu dagana. Frá þessu er sagt á vef Húsdýragarðsins. Þar er segir einnig að landselsbrimlar verði yfirleitt ekki mikið eldri en 25 ára.

Urtur geta orðið eldri og eru Kobba og Særún, sem haldnar eru í Húsdýragarðinum, jafn gamlar Snorra. Selirnir eru elstu dýr garðsins, fædd rétt fyrir opnun hans árið 1990.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi