„Ég get ekkert sagt til um hver framleiðslukostnaðurinn fyrir þessi rúnstykki er, ég sé ekki um innkaupin,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins, en gera má ráð fyrir að álagningin sé töluverð. Til dæmis kostar smurt rúnstykki með skinku og osti 520 krónur á Bláu könnunni, kaffihúsi á Akureyri, það þýðir að rúnstykkið á Húsavík er 129% dýrara en á Akureyri.
Ferðamenn sækja kaffihúsið, sem hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling rekur, vel og Dögg segir að rúnstykkin seljist vel.
„Við erum með ýmislegt í boði hérna en það selst töluvert af þessum rúnstykkjum. Síðan ég tók við í haust hef ég aldrei heyrt athugsemd um verðlagningu hérna. Við höfum heldur ekkert hækkað verðið heldur haldið sama verði,“ segir Dögg.
Ábending um verðlagninguna kom inn á Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar.
„Við munum skoða þetta eftir þessa góðu ábendingu, ég sé fyrir mér að þetta muni breytast,“ segir Dögg.