Sektir eða fangelsi við broti á reglum um sóttkví

27.03.2020 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur birt reglur um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 faraldursins.

Í reglunum er er talað um ríka skyldu fólks um  að hlíta fyrirmælum um að fara í sóttkví og einangra sig ef það smitast. Lögð er áhersla á að fólk sem komi frá útlöndum verði að fara í sóttkví. 

Kveðið er á um að brot gegn reglunum varði sektum eða allt að þriggja mánaða fangelsi samkvæmt sóttvarnalögum, eða allt að sex ára fangelsi samkvæmt ákvæði hegningarlaga um vísvitandi útbreiðslu hættulegra sjúkdóma.

Þá getur sóttvarnarlæknir samkvæmt reglunum veitt undanþágu frá sóttkví vegna ómissandi samfélagslegra innviða, til dæmis á sviði raforku, fjarskipta, sorphirðu og löggæslu.

 

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi