Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Seinna flöskuskeytið fannst í Húsavíkurfjöru

14.05.2017 - 13:07
Mynd með færslu
 Mynd: Krakkarúv
Seinna flöskuskeyti Ævars vísindamanns, sem hefur ferðast rúmlega 18 þúsund kílómetra um Atlantshafið, fannst í morgun í fjörunni við Húsavík í Færeyjum. Fyrra flöskuskeytið fannst á eyju við Skotland um miðjan janúar.

Margir hafa fylgst spenntir með ferðalagi tveggja flöskuskeyta sem Ævar vísindamaður kastaði í sjóinn 10. janúar í fyrra. Skeytin fóru í hafið úti fyrir Reykjanesvita og bárust með hafstraumum þúsundir kílómetra, langleiðina til Ameríku og síðan þvert yfir Atlantshafið, til Skotlands, þar sem annað þeirra náði landi um miðjan janúar.

Í morgun lagði Laufey Óskarsdóttir Hansen, sem býr í Þórshöfn í Færeyjum, ásamt fjölskyldu sinni land undir fót, tók ferjuna til Sandeyjar og endaði að lokum í fjörunni við Húsavík. Þar átti seinna flöskuskeyti Ævars vísindamanns og Verkís verkfræðistofu að vera. Laufey og fjölskylda hennar höfðu verið að fylgjast með skeytinu í gegnum Krakkarúv.is og vissu þess vegna nákvæmlega hvar það yrði.

Tórur, Tinna og Baldur með skeytið