Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Seinkun á flugi um Keflavíkurflugvöll

27.02.2020 - 16:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Seinkun hefur verið á flugi um Keflavíkurflugvöll í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þetta skýrist einkum af því að hægar hefur gengið að afísa vélar en vanalegt er. 

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mögulega megi gera ráð fyrir seinkunum véla á vegum flugfélagsins seinni partinn, en það sé þó ekki alveg ljóst. Bæði Guðjón og Ásdís hvetja þá sem eiga pantað flug að fylgjast vel með upplýsingum um brottfarir og komur, til dæmis á vef Isavia. 

Óvissustig er á Reykjanesbrautinni, snjóþekja og skafrenningur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Reykjanesbrautin þó enn opin en hugsanlega verður henni lokað eftir klukkan sex.

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV