Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ségolène Royal í Silfrinu

Mynd: RÚV / RÚV
Allt sem gerðist á norðurskautinu hefur áhrif á alla heimsbúa, segir Ségolène Royal, sendiherra heimskautasvæðanna. „Norðurskautið er fórnarlamb loftslagsbreytinga, það er að segja af völdum iðnríkjanna, því þessi loftslagshlýnun er tvöfalt hraðari á heimskautunum en annars staðar á jörðinni og afleiðing notkunar jarðeldsneytis. Norðurskautið er fórnarlamb en gegnir um leið mikilvægu hlutverki því það sem gerist þar hefur áhrif á jörðina alla.“

Ségolène Royal er fyrrverandi umhverfis- og orkumálaráðherra Frakklands, og bauð sig fram til forseta árið 2007. Hún gegnir nú stöðu sendiherra heimskautasvæðanna, en það gerist í kjölfar þess að hún er forseti lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2015. Roya var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu. Hún var stödd hér á landi vegna Arctic Circle þingsins.  Þau Egill ræddu málefni norðurslóða, Hringborð norðursins og fleira. 

Helgi Jóhannesson