Seglbrettamaður lenti í ógöngum á Skjálfanda

31.05.2019 - 19:50
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Klukkan hálf átta í kvöld var Björgunarsveitin Garðar á Húsavík kölluð út vegna manns á seglbretti sem lenti í vandræðum á Skjálfanda. Björgunarsveitarfólk fór út á flóann á tveimur björgunarbátum en maðurinn komst í land af sjálfsdáðum.

Skömmu eftir að björgunarbátarnir, Jón Kjartansson og Amma Kidda, lögðu úr höfn kom björgunarfólk að manninum. Honum hafði tekist að komast í land af eigin rammleik.

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi