Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Segja aðskilnaðarstefnu ríkja í Ísrael

Mynd með færslu
 Mynd: Thomas Hanses - Eurovision.tv

Segja aðskilnaðarstefnu ríkja í Ísrael

06.05.2019 - 13:48

Höfundar

Meðlimir Hatara, sem taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd, telja að kynþáttaaðskilnaðarstefna ríki í Ísrael þar sem keppnin fer fram. Hljómsveitin heimsótti borgina Hebron á Vesturbakkanum og þar hafi þeir séð aðskilnaðinn berum augum.

Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan ræddu við wiwibloggs á sunnudag, vinsæla bloggsíðu um Söngvakeppnina.

„Við heimsóttum Hebron í gær sem er palestínsk borg,“ sagði Klemens með leiðsögn frá palestínskum leiðsögumanni. Þar hafi þeir séð „draugagötur eða draugabæi, þar sem öllum palestínskum fyrirtækjum hefur verið lokað og aðskilnaðurinn er svo skýr, því Palestínumönnum er ekki heimilt að ganga um draugagöturnar.“

Aðskilnaðarstefnan var augljós í Hebron að sögn Matthíasar og bætti Klemens við að von þeirra stæði til að takast að vekja athygli heimsins á málefnum Palestínu manna meðan Hatari væri í sviðsljósi fjölmiðla. Það væri í valdi þeirra að benda á fáránleika þess að halda keppni líkt sem þessa, sem er haldin í anda sameiningar og friðar, í landi þar sem átök og sundrung.

Hér má sjá viðtal wiwibloggs við Klemens og Matthías í Hatara

Tengdar fréttir

Popptónlist

Klökkur eftir blaðamannafund og magnaða æfingu

Popptónlist

Klemens sagði í sundi að textinn væri bull

Popptónlist

Hatari heldur út í heim

Popptónlist

„Bíðið þið bara“