Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Segir stjórnvöld skulda Akureyringum svör

29.11.2019 - 19:41
Mynd:  / 
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir nýja skýrslu um flugvallarkosti mikil vonbrigði. Hún segir Akureyrarflugvöll hafa gleymst í umræðunni

Mikil vonbrigði

Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorninu var kynnt í gær. Þá var greint frá samkomulag ríkis og borgaryfirvalda um að fjármagna rannsóknir í Hvassahrauni. Verði niðurstöður góðar verði lagt í að reisa þar nýjan innanlandsflugvöll sem tæki allt að 15 ár. Þangað til verði flugvöllur í Vatnsmýri. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir skýrsluna mikil vonbrigði.

„Ég ætla ekkert að hafa sérstaka skoðun á því hvernig á að byggja upp í Hvassahrauni eða hvað á að gera á suðvesturhorninu en það eru greinlega nógir peningar til og á sama tíma á ekki að setja krónu í uppbygginguna hér. Ég varð eiginlega orðlaus , síðan bara hræðileag vonbrigði svo fylltist ég bara réttlátri reiði. Það fer bara ekki saman hljóð og mynd hjá stjórnvöldum. Þetta eru enn ein vonbrigðin fyrir okkur Akureyringa að það er ekki minnst á Akureyrarflugvöll,“ segir Halla.

Hún segir stjórnvöld skulda Akureyringum svör. 

„Erum við ekki með í þessum samfélagi, þetta svæði, ég bara spyr. Ég vil fá svör frá stjórnvöldum um hvort að þeir horfi til þessa svæðiðs sem bara eitthvað sem þarf ekki að sinna.“

default
Akureyrarflugvöllur í dag