„Samstarfið hefur gengið vel, jafnvel vonum framar, og þetta nefni ég hér í því ljósi að þegar horft er yfir þennan sal er ekki hægt að sjá að annað mynstur hafi verið mögulegt eða raunhæft í upphafi kjörtímabils.“
Þá vakti hann máls á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og breytingum á hagvaxtarspám.
„Skjótt skipast veður í lofti. Við þekkjum það afar vel. Við setningu fjárlaga fyrir árið 2019 voru hagspár um ríflegan hagvöxt en nú hafa hagspár farið úr ríflega 4% hagvexti niður í 0,2% tímabundinn samdrátt. Mestan samdrátt á einu ári frá árinu 1992 að undanskildum árunum í kringum fjármálahrunið.“
Þrengri staða blasi við en sterk staða ríkisstjórnar og heimilanna í landinu forði raunverulegum skelli.
„Ríkissjóður hefur náð skuldamarkmiðum sínum og heimilin eru minna skuldsett en áður og það er mikilvægt - hagvaxtaskeið taka alltaf enda og því skiptir máli að við nýttum undanfarin ár til að búa okkur undir stöðuna sem nú er komin upp.“