Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Segir lagabreytingar TR á gráu svæði

09.02.2014 - 19:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnarformaður Persónuverndar segir að nýlegar breytingar á almannatryggingalögum séu á gráu svæði. Ekki sé hægt að útiloka að of langt verði gengið í að safna viðkvæmum persónuupplýsingum.

Með breytingunni fær Tryggingastofnun auknar heimildir til eftirlits. Hefur það vakið óánægju meðal greiðsluþega, sem telja sig ekki lengur njóta friðhelgi einkalífs.Gagnrýnt hefur verið að Tryggingastofnun geti safnað upplýsingum um greiðsluþega, án þess að þeir samþykki það sérstaklega.

Stofnunin fær meðal annars aðgang að sjúkraskrám.  „Við bentum á að þarna er auðvitað verið að fjalla um upplýsingar sem tengjast friðhelgi einkalífs manna, sem er stjórnarskrárverndað. Við hefðum viljað sjá afdráttarlausari reglu um að umsækjendur hefðu val um hvort þeir afhendi þessar upplýsingar sjálfir eða hvort Tryggingastofnun gerði það,“ segir Björg Thorarensen, stjórnarformaður Persónuverndar. „Það er alltaf mjög grátt svæði þegar þarf að afla viðkvæmra persónuupplýsinga eins og þarna.“