Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Segir að bátar séu laskaðir í Reykjavíkurhöfn

14.02.2020 - 13:44
Mynd: Aðsendar myndir / RÚV
Hafnarstarfsmenn hafa staðið í ströngu við að bjarga bátum í Reykjavíkurhöfn í morgun. Stjórnarmaður í Félagi smábátaeigenda, sendi meðfylgjandi myndskeið og segir að tjón hafi orðið á bátum. Eigendur hafi verið þarna undir hádegi að kanna aðstæður og reyna að forða bátum sínum frá tjóni.

Hann segir að margir bátar séu laskaðir og „fingur“ sem bátar séu bundnir við séu brotnir.  

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV