„Við munum að öllum líkindum halda landsfund á næsta ári. Eigum við ekki að byrja á því að fá dagsetningu á þann fund,“ segir Bjarni.
Komið hefur fram, undir nafnlausum skrifum, á vef Hringbrautar að Bjarni ætti að hætta sem formaður flokksins í haust.
„Eins og sakir standa er ég bara í fullu fjöri og sé ekki fyrir mér að hætta í stjórnmálum. Ég ætla ekki að fara í framboðsræðu núna án þess að fundur hafi einu sinni verið dagsettur eða ákveðinn,“ segir Bjarni. „Við þurfum öll að meta stöðu okkar reglulega og spyrja okkur hvort við höfum það sem til þarf til þess að halda áfram. Staðan hjá mér í augnablikinu er sú að ég hef áhuga á því að halda áfram og svo svörum við þessu þegar það er tímabært.“
Fréttin hefur verið uppfærð.